Frístundastyrkur 2024
11.01.2024
Sveitarstjórn samþykkti að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna frá fimm ára aldursári til og með sautjánda aldursárs í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi er kr. 50.000,- fyrir árið 2024. Til þess að sækja um niðurgreiðslu þarf að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan, nauðsynlegt er að reikningur fylgi með og kvittun fyrir greiðslu svo unnt sé að vinna úr umsókninni.