Frestun á sparkvallarvígslu
Í fréttabréfi Hörgárbyggðar sl. laugardag kom fram að sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla yrði væntanlega vígður nk. föstudag. Að ósk Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) hefur vígslunni verið frestað. Fyrirhugað er að hún fari fram viku seinna, þ.e. föstudaginn 7. des. nk. Á með beðið er eftir sparkvallarvígslunni er upplagt að rifja upp mjög velheppnaða heimsókn forseta Íslands í Þelamerkurskóla á 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar 16. nóv. sl. Með því að smella á "meira" hér fyrir neðan sjást nokkrar myndir frá heimsókninni.
Beðið eftir forsetanum
Fjölmiðlafólk o.fl. gestir komu
Forsetinn ræddi við fjölmenna móttökunefndina
Inni voru allir tilbúnir til að taka á móti gestunum
Ingileif skólastjóri flutti ávarp og stjórnaði athöfninni
Guðrún Elín Gísladóttir las ljóð eftir Jónas
Oddvitar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar afhentu 7. og 8. bekkingum bók um Jónas
Forsetinn afhenti 9. og 10. bekkingum aðra bók um Jónas
Svo fengu margir eiginhandaráritun hjá forsetanum