Fræðslukvöld um sögustaði

Sögustaðir við Hörgárósa.        

 

Við ósa Hörgár í Eyjafirði eru fjölmargir sögustaðir sem forvitnilegt er að kynnast. Því hefur Gásafélagið ákveðið að bjóða upp á fræðslukvöld um þetta svæði.

Þeir staðir á svæðinu sem verða kynntir eru Gásakaupstaður, Skipalón, Hlaðir og Möðruvellir. Umfjölluninni verður skipt á fjögur kvöld og verður fyrsta fræðslukvöldið mánudaginn 15. mars og hefst kl. 20:30. Hin kvöldin eru 17., 22. og 25. mars.

 

Auk kynninga sérfræðinga á sögu staðanna, fornleifauppgreftri á svæðinu og bókmenntum tengdum svæðinu mun Þráinn Karlsson, leikari, lesa úr verkum tengdum svæðinu og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri flytja  tónlist.

 

Þeir sem munu annast kynningarnar eru Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur,

Björn Vigfússon sagnfræðingur, Brynhildur Pétursdóttir safnvörður Nonnasafns, Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, Sr. Gylfi Jónsson Möðruvöllum, Halldór G. Pétursson jarðfræðingur, Jón Hjaltason sagnfræðingur og Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur Möðruvöllum.

 

Fræðslukvöldin verða í Deiglunni, Kaupvangsstræti á Akureyri. Þau eru ætluð öllum sem áhuga hafa á efninu.

 

Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi 10. mars n.k.annaðhvort með tölvupósti til hring@mi.is eða í síma 462-4623 eða 848-1387. Einnig er hægt að skrá sig á fræðslukvöldin hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, http://simey.is/ .

 

Gjald fyrir þátttöku í öllum fræðslukvöldunum er 2.000 kr. og greiðist við upphaf fyrsta fræðslukvöldsins.

Innifalið í þátttökugjaldinu er öll dagskrá fræðslukvöldanna, upplýsingagögn, sem dreift verður og kaffihressing á hverju kvöldi.

 

Gásafélagið.