Frábær árshátíð Þelamerkurskóla
31.03.2023
Árshátíð Þelamerkurskóla fór fram síðastliðinn fimmtudag með pompi og prakt. Nemendur grunnskólans sáu um að skemmta áhorfendum með skemmti- og tónlistaratriðum og var mikil ánægja með hvernig til tókst, nemendur á öllum stigum tóku þátt og var virkilega gaman að sjá lifandi sýningar hjá öllum námshópum sem bæði nemendur og kennarar höfðu lagt mikla vinnu í. Að lokinni sýningu var síðan boðið upp á glæsilegt hlaðborð stútfullt af veitingum súpu, brauði og tertum í skólanum.
Hér að neðan má sjá myndir frá árshátíðinni.