Frá aðalfundi Smárans

Aðalfundur Ungmennafélagsins Smárans fór fram í gærkvöldi. Þar voru Íslandsmeistarar ársins 2010 úr röðum félagsmanna heiðraðir og útnefndir íþróttamenn árins 2010 í frjálsum og knattspyrnu. Svo var tilkynnt um heiðursfélagana Bjarni E. Guðleifsson og Haukur Steindórsson. Fram kom á fundinum að starf félagsins er þróttmikið og að framundan er enn fjölbreyttari starfsemi. Stjórn félagsins var endurkjörinn. Hana skipa: Ari H Jósavinsson formaður, Sigrún Sverrisdóttir, Gestur Hauksson, Jóhannes Gísli Pálmason og Arnór Heiðmann Aðalsteinsson.

Á myndinni eru frá vinstri: Bjarni E. Guðleifsson heiðursfélagi, Þóra Björk Stefánsdóttir Íslandsmeistari, Steinunn Erla Davíðsdottir íþróttamaður árins í frjálsum, Thea Amani Sturludóttir Íslandsmeistari, Haukur Steindórson heiðursfélagi, og Ari H. Jósavinsson formaður. Á myndina vantar Birki Heiðmann Aðalsteinsson, íþróttamann ársins í knattspyrnu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hluti þess stóra hóps sem æfir íþróttir hjá Smáranum.