Fjárhagsáætlun 2013
27.12.2012
Nýlega afgreiddi sveitarstjórn fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2013. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 5% milli ára og verði alls 378,1 millj. kr.
Þjónustutekjur og endurgreiðslur eru áætlaðar 74,9 millj. kr. Tekjur eru þannig áætlaðar samtals 453,0 millj. kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður verði alls 195,1 millj. kr., vörukaup, þjónustukaup og styrkir verði alls 203,8 millj. kr., afskriftir verði 19,3 millj. kr. og fjármagnsliðir (nettó) verði 9,1 millj. kr. Gjöldin eru þannig samtals áætluð 427,3 millj. kr. Áætluð heildarniðurstaða af rekstri samstæðunnar er því sú að afgangur verði 25,7 millj. kr. Yfirlit yfir áætlunina má lesa hér, og sundurliðun áætlunar fyrir aðalsjóð hér.