Fjárhagsáætlun 2011
Sveitarstjórn afgreiddi fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2011 á fundi sínum 15. desember sl.
Heildarniðurstaða áætunarinnar er að afgangur upp á 20,4 millj. kr. verði af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2011 (þ.e. aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna). Veltufé frá rekstri er áætlað 41,4 millj. kr.
Skatttekjur eru áætlaðar alls 334,9 millj. kr. þar af útsvar 160,5 millj. kr. Af helstu málaflokkum eru fræðslumálin með mestu útgjöldin, alls 184,9 millj. kr. Næst í röðinni eru æskulýðs- og íþróttamál með alls 26,6 millj. kr., félagsþjónusta með alls 17,9 millj. kr. og svo menningarmál með 14,6 millj. kr.
Yfirlit yfir fjárhagsáætlunina er hægt að sjá með því að smella hér.