Endurbætur á sundlauginni vígðar
Á föstudaginn, 9. janúar, kl. 14:30 verður sundlaugin á Þelamörk formlega tekin í notkun aftur eftir umfangsmiklar endurbætur sem gerðar hafa verið á henni undanfarna mánuði. Klippt verður á borða, vígslu-sundspretturinn tekinn og veitingar í boði. Allir eru velkomnir.
Sundlauginni var lokað í lok júní sl. vegna framkvæmdanna, en hún var svo opnuð til reynslu 10. des. sl.
Helstu verkþættir endurbótanna voru:
o nýtt hita- og klórstýringarkerfi og hreinsibúnaður fyrir sundlaug, heita potta, vaðlaug og lendingarlaug, þ.e. sér kerfi fyrir hvern stað
o öryggiskerfi með eftirlitsmyndavélum í sundlaugarkar
o jöfnunartankar fyrir hvern stað og sameiginlegur klórtankur
o nýjar lagnir að sundlaug og frá henni
o dúkur innan í sundlaugarkar
o nýtt gufubaðshús
o tveir nýir heitir pottar
o upplýsingarskjár í afgreiðslu