Dysnes - deiliskipulagstillaga

 

Dysnes í Hörgársveit

 tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. október 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Aðkoma að svæðinu er frá Bakkavegi og liggur safngata fyrir miðju svæði niður að hafnarbakka.  Gert er ráð fyrir um 16,5 ha landfyllingu með viðlegukanti fyrir stór skip og athafnasvæði hafnar með fjölbreyttum og sveigjanlegum nýtingarmöguleikum.

Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 4. nóvember 2015 til og með  16. desember 2015. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Hörgársveitar á www.horgarsveit.is (skipulagsmál-deiliskipulag). Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, 601 Akureyri, eða á netfangið snorri@horgarsveit.is í síðasta lagi þann 16. desember 2015.

Sveitarstjóri Hörgársveitar