Djákninn á Myrká gengur aftur
27.02.2013
Böðvar Ögmundsson, djákni á Myrká, sem drukknaði í Hörgá í byrjun desember er genginn aftur og ásækir vinnukonu á Bægisá.
Þannig gæti fréttin hafa hljómað á vef Skriðuhrepps hins forna árið 1394. Leikfélag Hörgdæla frumsýndi á fimmtudag nýtt leikverk sem er samið upp úr þessari þekktu sögu. Höfundur og leikstjóri er Jón Gunnar en Skúli Gautason hefur samið tónlist við verkið.
Hér er um afar metnaðarfullt verk að ræða og var lagst í mikla rannsóknarvinnu við ritun þess. Samtími sögunnar, forsaga og eftirmálar eru rakin og brugðið er ljósi á ýmsar nafngreindar persónur.
Frumsýning var fimmtudaginn 28. febrúar.