Deiliskipulagstillaga - Lækjavellir
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. mars 2023 að vísa deiliskipulagstillögu fyrir breytingu á Lækjarvöllum land 2 í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagsbreytingu athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Lækjarvelli, felst að gerð er breyting á norðurhluta svæðisins þar sem legu vegar og göngustíga er breytt. Þá eru gerðar breytingar á lóðamörkum og lögun byggingarreita og/eða á lóðanúmerum eftirfarandi lóða: 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 19, 21 og 23. Við skilmála deiliskipulags bætast við eftirfarandi kvaðir: Gerð er krafa um að manir sem skilgreindar eru í gildandi deiliskipulagi verði kláraðar og gróðursett í þær. Gerð er krafa um að lýsing á lóðum lýsi ekki upp umhverfið í kring heldur miðist að því að lýsa upp viðkomandi lóð og sé glýjufrí.
Tillagan að deiliskipulagsbreytingunni er aðgengileg á sveitarskrifstofu Hörgársveitar, Þelamerkurskóla 604 Akureyri, milli 12. apríl 2023 og 24. maí 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, horgarsveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til miðvikudagsins 24. maí 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulagsfulltrúi