Dagur íslenskrar tungu á Þelamörk
Í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Nemendur 7. og 8. bekkja Þelamerkurskóla lásu þá fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar. Það þótti tilhlýðilegt vegna þess að það er á degi íslenskrar tungu sem undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina hefst.
Í síðustu viku unnu nemendur Þelamerkurskóla verkefni sem tengdust deginum. Má þar nefna verkefni elsta námshóps þar sem þeir reyna að gera sér í hugarlund hvernig það var að vera Jónas Hallgrímsson, leikritagerð og rapp 5. og 6. bekkjar á nokkrum af náttúruljóðum Jónasar og verkefni 7. og 8. bekkjar þar sem þeir velta fyrir sér orðanotkun Halldór K. Laxness. Afraksturinn af vinnu nemenda er hægt að virða fyrir sér í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar hér á Þelamörk.
Nemendur 1. - 4. bekkjar skrifuðu upp nokkur ljóð Jónasar og myndskreytt þau. Ljóðin ásamt myndunum verða hengd upp niðri við sundlaugina sem eins og flestir vita er nefnd eftir Jónasi Hallgrímssyni. Sundíþróttin naut nýyrðasmíði hans en það er hann sem bjó til orðin yfir sundið eins og baksund, bringusund og skriðsund.
Allir eru hvattir til að bregða sér í sund og hafa það notalegt í Jónasarlaug og lesa ljóðin hans í lauginni eða heita pottinum.