Dagur íslenskrar tungu
14.11.2014
Á sunnudaginn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni, verður haldið upp á "Dag íslenskrar tungu" á Akureyri og í Reykjavík. Á Akureyri verður dagskrá í hátíðarsal Háskólans (N-1), sem byrjar kl. 14:00. Þar mun m.a. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flytja erindi og Orri Harðarson rithöfundur lesa úr nýrri bók sinni Stundarfró. Michael J. Clarke syngur við undirleik Þórarins Stefánssonar og þær Eyrún Björg Guðmundsdóttir og Sesselja Haraldsdóttir, nemendur í MA, flytja erindið Kynlegur litaorðaforði.