Bankahús til sölu
08.05.2012
Húsið er það stóð við Ráðhústorg. |
Í húsinu var m.a. Akureyrarútibú Búnaðarbanka Íslands.
Húsið er úr timbri og var reist árið 1908. Það var flutt á núverandi stað um 1970. Þar sem það stóð áður, gegnt Nýja bíói, var götuhæð með fullri lofthæð úr steini, enda er húsið reisulegt á myndum frá þeim tíma og er það raunar enn, þó aðeins sé steyptur skriðkjallari undir því á núverandi stað.
Húsið er 261m2 og virðist í nokkuð góðu standi. Húsið selst til brottflutnings. Nú eru 3 íbúðir í húsinu, en það býður upp á mikla möguleika, t.d. sem ein íbúð, sem 2-4 íbúðir eða sem verslunar- og skrifstofuhús.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Hörgársveitar