Axel áfram oddviti - Snorri ráðinn áfram sveitarstjóri
01.06.2022
Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Hörgársveitar var haldinn 1.júní 2022 og var Axel Grettisson kjörinn oddviti og Ásrún Árnadóttir varaoddviti. Snorri Finnlaugsson var ráðinn áfram sveitarstjóri Hörgársveitar til loka kjörtímabilsins.