Auglýsing um deiliskipulag

Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Steðja í Hörgárbyggð

 

Hér með er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Steðja, samkvæmt 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og skipulagsreglugerðar gr. 6.2.3.  Samþykkt deiliskipulag sem nær til þess hluta svæðisins sem um ræðir fellur þar með úr gildi.

 

Skipulags- og byggingarskilmálar koma fram í greinargerð sem fylgir tillögunni.

Tillagan felur í sér þéttingu frístundabyggðarinnar, þar sem breytingar verða á götum B og C

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Hörgárbyggðar í Þelamerkurskóla frá og með 26. janúar 2005 til og með 23. febrúar 2005.

 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Frestur  til að skila inn athugasemdum rennur út 10. mars 2005 og þeir sem það ekki gera teljast samþykkir henni.  Skila skal athugasemdum til sveitarstjóra Hörgárbyggðar.

 

Sveitarstjórinn í Hörgárbyggð

 

Ath.

Auglýsingin hefur áður birst í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu. hae/hae