Atvinna - Heilsuleikskólinn Álfasteinn

Það fjölgar í barnahópnum 😊

Heilsuleikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit óskar eftir að ráða kennara, starfsfólk með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða leiðbeinendur. Um er að ræða tvær 100 % tímabundnar stöður, með möguleika á áframhaldandi ráðningu, annarsvegar stöðu í sérkennsluteymi og hinsvegar stöðu á deild. Viðkomandi þarf að geta byrjað 2. janúar nk.

Leikskólinn er 4ja deilda skóli fyrir börn á aldrinum 1 til 6 ára.

Einkunnarorð skólans eru “Með sól í hjarta”

Mikil áhersla er lögð á gleði og vellíðan barna, næringu, hreyfingu, listsköpun og frjálsan leik. Einnig er unnið með jákvæðan aga (Positive Discipline) og er skólinn á Grænni grein.

Við leitum eftir fólki sem hefur gleði og ánægju af að starfa með börnum. Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Vinnuumhverfi leikskólans er gott, nýtt húsnæði, góður starfsandi og áunnin stytting vinnuvikunnar er tekin í haustfríi, milli jóla og nýjárs og í dymbilviku, auk valkvæðra daga yfir árið. Allt starfsfólk Hörgársveitar fær árskort í Jónasarlaug á Þelamörk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi í leikskóla eða með börnum æskileg
  • Jákvæðni, félagslyndi og góð færni í samskiptum
  • Sveigjanleiki og tilbúinn að ganga í ýmis störf
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð færni í íslensku
  • Almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar um starfið má sjá á heimasíðu leikskólans https://alfasteinnhorgarsveit.is/

Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember nk. og skal umsóknum skilað, ásamt ferilskrá á alfasteinn@horgarsveit.is

Upplýsingar gefur Hugrún Hermannsdóttir skólastjóri í síma 460-1760 eða á netfangið alfasteinn@horgarsveit.is