Ársreikningur Hörgársveitar 2020, góð niðurstaða
03.05.2021
Ársreikningur Hörgársveitar 2020 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar 29.apríl 2021.
Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 746,9 millj. kr. og rekstrargjöld 718,3 millj. kr. á árinu 2020. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 7,2 millj. kr.
Heildarrekstrarniðurstaða á árinu 2020 varð því jákvæð um á 21,4 millj. kr.
Veltufé frá rekstri á árinu var 51,6 millj. kr.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 88,1 millj. kr.
Engin ný lán voru tekin á árinu og lækkuðu skuldir þrátt fyrir miklar framkvæmdir og voru þær í árslok 28,3% af tekjum og lækkuðu um 2,2% á milli ára.
Eigið fé í árslok er 770,9 millj. kr.