Ársreikningur Hörgársveitar 2016 - Bætt afkoma
02.05.2017
Ársreikningur Hörgársveitar 2016 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 28.apríl 2017
Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur alls 570,8 millj. kr. og rekstrargjöld 533,1 millj. kr. á árinu 2016. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5 millj. kr.
Heildarrekstrarniðurstaða á árinu 2016 varð því jákvæð um á 32,7 millj. kr.
Eigið fé í árslok er 540,7 millj. kr. Veltufé frá rekstri á árinu var 55,3 millj. kr.
Nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 84,2 millj. kr. og vegna fjárfestinga hækkuðu skuldir og skuldbindingar um 52,5 millj. kr. á árinu og eru skuldir í árslok 41,6% af tekjum.
Handbært fé í árslok var 32,3 millj. kr.
Ársreikninginn í heild sinni má sjá hér: Ársreikningur 2016