Árshátíð Þelamerkurskóla
24.03.2010
Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudagskvöldið 25. mars og hefst stundvíslega kl. 20:00. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, tónlistarflutning, dans og kaffiveitingar.
9. - 10. bekkur sýnir frumsamið leikrit sem nefnist "Læknalíf - þrjú skref til himna". Leikstjórar eru Anna Rósa Friðriksdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.
Aðgangseyrir: 1000 krónur fyrir 6 ára og eldri. Kaffihlaðborð fyrir fullorðna: 1000 kr. Kaffihlaðborð fyrir börn á grunnskólaaldri 500 kr. Börn á leikskólaaldri fá frítt á kaffihlaðborðið. Dúddabúð verður auðvitað opin. Allir eru hjartanlega velkomnir.