Alþingiskosningar - atkvæðagreiðsla utan kjörfundar og kjörskrá

Alþingiskosningar - atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 er hjá sýslumönnum og hefst þann 7. nóvember 2024.

Fyrir íbúa Hörgársveitar er hún á Akureyri að Strandgötu 16 (Icewear við Oddeyrarskála), virka daga kl. 10.00-15.00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.

Kjörskrá

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2024 í Hörgársveit liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Einnig er hægt að sjá hvar viðkomandi á að kjósa á kosning.is

Vöfflukaffi í matsal Þelamerkurskóla á kjördag

laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00 til 16:00 verður vöfflukaffi í matsal Þelamerkurskóla.

Kaffið er fjáröflun fyrir skólaferðalag 9. og 10.bekkjar vorið 2025. Fullorðnir kr. 1000, börn 6-15 ára kr. 500, börn undir 5 ára fá frítt.
ATH að það er ekki posi á staðnum.