Aðalskipulagstillaga samþykkt
16.10.2008
Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar í gær var auglýst tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 samþykkt með nokkrum breytingum vegna athugasemda sem bárust við það fyrir lok athugasemdafrests, sem rann út 8. september 2008. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður fjallað um þau sjö erindi sem bárust og fólu í sér athugasemdir við tillöguna. Nefndin gerði tillögu að afgreiðslu athugasemdanna og sveitarstjórn samþykkti þær allar óbreyttar.
Þegar lokið hefur verið frágangi uppdrátta og greinargerðar í samræmi við samþykktir skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjórnar mun tillagan verða send Skipulagsstofnun til athugunar og þaðan mun hún fara til umhverfisráðherra til endanlegrar staðfestingar.