7. bekkur í Þelamerkurskóla vann
Úrslit liggja fyrir í "landsleiknum "Allir lesa". Í skólaflokki með 10-29 liðsmenn sigraði 7. bekkur í Þelamerkurskóla. Að meðaltali las hver liðsmaður í 1 sólarhring, 21 klst. og 49 mínútur. Í 7. bekk í Þelamerkurskóla eru Alma, Anna Ágústa, Arna Sóley, Bjarni Ísak, Egill Már, Elís Freyr, Jósavin Heiðmann, Karen Rut, Sigrún Edda og Sunneva. Í opnum flokki vann hópurinn "Láki og félagar", sem lásu að meðaltali í 5 sólarhringa, 2 klukkustundir og 20 mínútur á keppnistímabilinu. Efstu liðin í hverjum flokki fyrir sig fá viðurkenningar.
Landsleikurinn vakti mikla athygli og móttökurnar voru framar björtustu vonum. Á fjórum vikum sem keppnin stóð skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum alls lestur upp á um 70.000 klukkustundir, sem samsvarar um átta árum af samfelldum lestri. Alls voru 8.544 bækur skráðar á vefinn.