11 ára strákar Íslandsmeistarar
01.03.2011
UMSE átti 26 keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum fyrir 11-14 ára sem fram fór um síðustu helgi. Sveit UMSE í 4x200 m boðhlaupi 11 ára stráka varð Íslandsmeistari. Sveitina skipuðu þeir Helgi Pétur Davíðsson (Kjarna), Agnar Þórsson (Skriðu), Baldur Logi Jónsson (Staðartungu)allir frá Smáranum og Ágúst Máni Ágústsson Samherjum. Þá varð Helgi Pétur annar í 800 m hlaupi, aðeins 0,04 sek frá fyrsta sæti, 4. í 60 m hlaupi og langstökki, 5. í hástökki og 8. í kúluvarpi.
11 ára strákarnir urðu í 2. sæti í stigakeppninni í sínum aldurflokki. Af öðrum afrekum þeirra má nefna að Baldur varð 7. í kúlu og Agnar varð 6. í hástökki og 9. í 800 m hlaupi. Á myndinni er boðhlaupssveitin: Helgi, Ágúst, Baldur og Agnar.