Friðrik Gylfi Traustason

Vísnasafn Hörgársveitar

 

Friðrik Gylfi Traustason

f. 1949, bóndi á Gásum

 

Landhelgisgæslan skaut á á kýrhræ í Ólafsfirði, sem talið var tundurdufl. Halinn mun hafa lent á Jóni á Syðri-Á sem var á gangi úti á túni:

Varðskipið þá varð að tjóni

að vel áliðnum slætti

því halinn um hálsinn á Jóni

herti að andardrætti.

 

Flutt í fertugsafmæli Gunnlaugar og Ríkharðs í Glæsibæ:

Létt um siglið lífsins svið

og leggið allt að veði

og áttræðis- nú afmælið

ykkur veiti gleði.