Íþróttamiðstöðin á Þelamörk

Sundlaugin á Þelamörk, Jónasarlaug

Síminn er 460 1780

Sundlaugin er alltaf 33-35 gráðu heit.
Annar heiti potturinn er 38-40 gráðu heitur og hinn er 40-42 gráðu heitur.
Vaðlaugin er 37-39 gráðu heit.
Lendingarlaug rennibrautar er 36-38 gráðu heit.
Vatnsgufubaðið er 44-46 gráðu heitt.

Reglulegur afgreiðslutími sundlaugarinnar er sem hér segir:

  Opnunartímar 2024
  Vetur 24. ágúst - 5. júní     Sumar 6. júní - 23. ágúst  
  Mánudagur - fimmtudagur   17:00 - 22:30   Sunnudagar - fimmtudagar   11:00 - 22:00
  Föstudagur   17:00 - 20:00   Föstudagar - laugardagar   11:00 - 18:00
  Laugardagur   11:00 - 18:00    
  Sunnudagur   11:00 - 22:30    
 Vetur 20. ágúst - 5. júní  
  Mánudagur - fimmtudagur   17:00 - 22:30
  Föstudagur   17:00 - 20:00
  Laugardagur   11:00 - 18:00
  Sunnudagur   11:00 - 22:30
  Sumar 6. júní - 19. ágúst  
  Sunnudagar - fimmtudagar   11:00 - 22:00
  Föstudagar - laugardagar   11:00 - 18:00

 

  Verðskrá 2024

  Fullorðnir (16 ára og eldri)   Börn (grunnskóla aldur)   Lífeyrisþegar
  Stakt gjald   1.200 kr.   300 kr.   450 kr.
  10 miða kort   6.800 kr.   2.300 kr.   2.300 kr.
  Hálfsárskort   26.000 kr.   13.000 kr.   13.000 kr.
  Árskort   44.500 kr.   22.000 kr.   22.000 kr.
 
  Leiga
  Sundföt / handklæði   900 kr. (hvort um sig)  
  Íþróttasalur   Stakur tími - 11.500 kr.   Langtímaleiga - 8.500 kr.
  Salarleiga fyrir afmæli 2 klst.   25 eða færri gestir - 17.000 kr.   26 eða fleiri gestir - 19.000 kr.
  Fundarsalur   12.000 kr. (2 klst. eða skemur)   15.000 kr. (umfram 2 klst.)

 

Á árinu 2024 fá þeir sem eiga lögheimili í Hörgársveit útgefið sundkort án endurgjalds. Hafa þarf samband við afreiðslu sundlaugar til að nálgast sundkortið.

Íþróttahúsið og sundlaugin eru við Þelamerkurskóla. Auk þess að vera íþróttahús og sundlaug fyrir skólann er húsið leigt út til hópa og félagasamtaka til íþróttaiðkunar.  Sundlaugin er afar vinsæll áningarstaður ferðamanna auk þess sem heimamenn og nágrannar eru duglegir að nota hana.

Vaktstjóri er Ingólfur Valdimarsson

Öryggisreglur

  • Börn yngri en 10 ára skulu vera í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Miðað er við fæðingarárið. Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers, nema um sé að ræða foreldri eða forsjáraðila barna.

  • Börn eru á ábyrgð foreldra/forsjáraðila í sundlauginni og skulu þeir fylgjast vel með börnum sínum.

  • Þvoið ykkur vel án sundfata áður en farið er í laugina. Sundföt skulu vera hrein.

  • Dýfingar eru ekki leyfðar af langhliðum og grynnri enda laugarinnar, né af bökkum barnalaugar.

  • Ósyndir skulu nota viðurkennda armkúta eða sundvesti. Athugið að hringlaga plastkútar eru leikföng en ekki öryggistæki.

  • Öll notkun tóbaks, nikótínpúða, neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í mannvirkinu. Fólki undir áhrifum er óheimill aðgangur.

  • Notkun köfunartækja s.s. öndunarpípu og köfunargrímu sem nær yfir öndunarfæri er óheimil nema með sérstöku leyfi. Tæki skal vera vottað.

Umgengnisreglur

  • Notkun myndavéla og síma er stranglega bönnuð í búningsklefum og á laugarsvæði.

  • Sundstaðir bera ekki ábyrgð á skóm eða öðrum eigum sundgesta. Gestum er bent á að nota læsta skápa.

  • Sundlaugagestir skulu fylgja fyrirmælum starfsmanna. Brot á öryggis- eða umgengnisreglum geta leitt til brottrekstrar frá sundstað.

Reglur um börn

  • 1. júní árið sem börn verða 10 ára geta þau farið í sund án fylgdarmanns (að loknum 4. bekk).

  • Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.

  • Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers nema um sé að ræða foreldri/forráðamann (sbr. reglugerð um sund- og baðstaði 1.kafla 14.gr).

  • Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra/forráðamann. Ósynd börn skulu vera með armkúta/sundvesti.